Manchester City valtaði yfir Chelsea í enska bikarnum í kvöld en liðon áttust við á Etihad vellinum.
Þessi lið mættust í ensku úrvalsdeildinni á dögunum og þá vann Man City góðan 1-0 útisigur.
Að þessu sinni var fjörið meira en Man City skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og var fljótt búið að gera út um leikinn.
Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir heimamenn en hann sá einnig um að tryggja sigur um helgina.
Tvö af mörkum Man City komu úr vítaspyrnum sem Mahrez og Julian Alvarez skoruðu úr.
Aston Villa er þá að sama skapi úr leik eftir gríðarlega óvænt tap gegn smáliði Stevenage.
Stevenage gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 sigur á Villa Park en bæði mörk liðsins voru skoruð í blálokin.
Stevenage leikur í ensku D-deildinni og er þetta mögulega besti sigur í sögu félagsins.
Manchester City 4 – 0 Chelsea
1-0 Riyad Mahrez(’23)
2-0 Julian Alvarez(’30, víti)
3-0 Phil Foden(’38)
4-0 Riyad Mahrez(’85, víti)
Aston Villa 1 – 2 Stevenage
1-0 Morgan Sanson (’33)
1-1 Jamie Reid (’88, víti)
1-2 Dean Campbell (’90)