Erik ten Hag, stjóri Manchester United, horfir á Liverpool og Manchester City sem bestu lið Englands í dag þrátt fyrir stöðu deildarinnar.
Arsenal er með góða forystu á toppnum og viðurkennir Ten Hag gott gengi liðsins en hefur minni áhyggjur af þeim.
Ten Hag hefur meiri áhyggjur af bæði Man City og Liverpool sem hafa lengi verið tvö bestu lið landsins.
,,Við ættum að vera sáttir við þar sem við erum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Við erum enn ekki í samkepnni við Manchester City, það er enn of hátt skref,“ sagði Ten Hag.
,,Ég býst líka við að Liverpool rífi sig upp og það lið ásamt Man City eru liðin til að sigra á Englandi.“
,,Arsenal er að eiga mjög gott tímabil og þeir eru á toppi deildarinnar.“