Það eru einhverjir sem kannast ivð nafnið Charlie Morgan en hann varð frægur á einum degi árið 2013.
Charlie var þá 17 ára gamall og starfaði sem boltastrákur fyrir Swansea sem spilaði þá við Chelsea í enska deildabikarnum.
Charlie reyndi að tefja tímann í leiknum og hélt boltanum er hann var utan vallar og fékk spark í sig frá engum öðrum en Eden Hazard sem reyndi að endurræsa leikinn.
Hazard var á þessum tíma frábær leikmaður og lék með Chelsea og átti eftir að verða einn besti fótboltamaður heims um tíma.
Nafn Charlie er nú komið á lista the Times en hann er moldríkur og er virði hans 40 milljónir punda.
Charlie stofnaði fyrirtækið Au Vodka sem sérhæfir sig í einmitt vodka framleiðslu ásamt félaga sínum úr grunnskóla. Fyrirtækið hefur farið á flug síðan þá og seldi það 10,000 vodka flöskur í einum mánuði árið 2019.
Þessi ungi maður er kominn á lista hjá Times yfir ríkustu menn Englands árið 2022 sem er ansi áhugaverð staðreynd.