Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur útskýrt byrjunarlið liðsins í vikunni í 1-0 sigri á Chelsea á Stamford Bridge.
Englandsmeistararnir unnu góðan 1-0 útisigur á Chelsea en Riyad Mahrez skoraði eina markið í seinni hálfleik.
Jack Grealish, Manuel Akanji, Rico Lewis og Mahrez voru allir á bekknum í leiknum en byrjunarlið Man City kom á óvart.
Guardiola segir að það hafi verið vilji stuðningsmannana að sjá leikmenn eins og Phil Foden, Kyle Walkes og Joao Cancelo aftur í byrjunarliðinu.
,,Allir báðu um þetta byrjunarlið. Ég fylgi stuðningsmönnunum!“ sagði Guardiola eftir sigurinn.
,,Síðan ég kom hingað, ég er ekki náungi til að velja sömu 11 leikmennina í hverjum leik. Ef einhver leikmaður fær ekkert að spila allt tímabilið þá er það mjög leiðinlegt.“