Diletta Leotta er ekki nafn sem allir kannast við en hún er kærasta knattspyrnumannsins Loris Karius.
Karius hefur verið á verulegri niðurleið á sínum ferli undanfarin ár eftir skelfilegan úrslitaleik í Meistaradeildinni árið 2018.
Karius spilaði þá með liði Liverpool en eftir mistökin hefur hann lítið getað og er í dag á bekknum hjá Newcastle.
Kærasta hans er þó talin vera gullfalleg og vakti verulega athygli með nýjum myndum á Instagram.
Leotta er með yfir 9 milljónir fylgjenda á Instagram en hún starfar einnig við fótbolta en í sjónvarpi.
,,Hann fór frá niðurlægingu í Meistaradeildinni í að landa henni. Besta endurkoma allra tíma,“ skrifar einn við færslur Leotta.