Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur tjáð sig um framherjann Erling Haaland og þann möguleika að krækja í leikmanninn í framtíðinni.
Haaland er einn besti ef ekki besti framherji heims í dag og hefur verið stórkostlegur fyrir Man City á tímabilinu.
Það er ekki búist við því að Haaland endi feril sinn hjá Man City og eru Barcelona og Real Madrid líklegir áfangastaðir.
Laporta var spurður út í sóknarmanninn í dag en vildi ekki gefa nein skýr svör varðandi framtíðina.
,,Þegar kemur að Haaland þá skulum við sjá hvernig honum vegnar hjá Man City. Við erum með Robert Lewandowski í dag,“ sagði Laporta.