KSÍ óskar eftir að ráða öflugan þjálfara til að hafa umsjón með hæfileikamótun drengja ásamt því að þjálfa U15 landslið drengja. Um er að ræða spennandi starf í góðu starfsumhverfi þar sem hægt er að hafa áhrif á þróun og framgöngu efnilegustu leikmanna Íslands.
Helstu verkefni:
U15 landslið karla
• Skipulag, undirbúningur og þjálfun á landsliðsæfingum og keppnisferðum á vegum KSÍ.
• Fylgjast með (scouting) á leikmönnum hérlendis/erlendis.
• Samskipti við yfirþjálfara/þjálfara þeirra félaga sem eiga leikmenn í yngri landsliðum karla.
• Vinna í gagnagrunni sem KSÍ notast við til að halda utan um leikmenn.
• Meta frammistöðu þeirra leikmanna sem tilnefndir eru í landsliðsverkefni yngri landsliða karla.
• Þátttaka í fræðslu og framkvæmd fyrirlestra á milli landsliðsæfinga og í verkefnum erlendis.
Hæfileikamótun karla
• Skipulag, framkvæmd og úrvinnsla á Hæfileikamótun KSÍ.
• Ábyrgð á æfingum og skipulagningu æfinga í samstarfi við félög í landinu.
• Meta frammistöðu þeirra leikmanna sem tilnefndir eru í Hæfileikamótun.
• Fylgjast sérstaklega með og meta hæfileikaríka leikmenn.
• Endurgjöf til félaga.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• KSÍ A/UEFA A og KSÍ afreksþjálfun unglinga/UEFA Youth Elite A þjálfaragráður.
• Reynsla og þekking af þjálfun barna og unglinga.
• Góð færni æskileg í notkun á helstu forritum sem tengjast þjálfun. KSÍ notar í sinni vinnu Sideline, Wyscout, STATsport GPS, Spiideo, VEO og SoccerLab, HUDL ásamt Footovision leikgreiningu.
• Hæfni til framsetningar og greiningar á gögnum sem tengjast knattspyrnuþjálfun.
• Góð þekking á forritum Office/Microsoft og hvers kyns tölvuvinnslu.
• Góð samskiptafærni, skipulagsfærni, frumkvæði og nákvæmni í starfi.
• Gott vald íslensku og ensku (hæfni í einu Norðurlandamáli er einnig kostur).