Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Alberti Klahn Skaftasyni, sakborningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, 26 milljónir króna í miskabætur. Þetta kemur fram í dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Albert fór fram á að fá 200 milljón króna bætur en niðurstaða Ástráðs Haraldssonar, héraðsdómara, var að 26 milljón króna bótagreiðsla væri hæfileg. Albert fékk 15 milljón króna bætur frá ríkinu fyrir sama mála árið 2019 og því mun hann fá greiddar aukalega 11 milljónir vegna hins nýja dóms.
Albert var dæmdur í tólf mánaða fangelsi árið 1980 fyrir að hafa aðstoðað við að flytja lík Guðmundar Einarsson í bifreið í Hafnarfjarðarhraun í tvígang árið 1974. Hann afplánaði rúma tvo mánuði í fangelsi áður en honum var veitt reynslulausn.