Vincent Aboubakar framherji Al-Nassr í Sádí Arabíu hefur fengið leyfi frá félaginu til að fara á láni nú í janúar.
Aboubakar er samkvæmt fréttum í Sádí Arabíu á lista Manchester United. Cristiano Ronaldo yfirgaf United á dögunum og samdi einmitt við Al-Nassr.
Koma Ronaldo fækkar tækifærum Aboubakar en framherjinn frá Kamerún vakti athygli á HM.
Aboubakar er einnig með tilboð frá Fenerbache í Tyrklandi. Erik Ten Hag vill bæta við sóknarmanni í hóp United nú í janúar.
Ronaldo og United riftu samningi sín á milli vegna ósættis eftir viðtal hjá Piers Morgan.
Al-Nasr Club reached an agreement with star Vincent Aboubakar on his departure on loan to one European clubs. The source revealed that he has two offers; one from #MUFC and the other from fenerbahçe. He is likely to leave. @OKAZ_online ✅🇨🇲
— SportzHub (@sportz_hub) January 6, 2023