Draumur lifnar við. Hvað átti síðan að taka við? Spyrja Myrkrahöfðingjarnir í Myrkva með glænýju lagi í upphafi nýs árs. Þegar stórt er spurt hefur hljómsveitin svar – eða hvað? Eflaust kannast margir við tilfinninguna að standast ekki undir væntingum. Myrkvi er þar engin undantekning en þeir freista þess að storka örlögunum með sannkallaðri Draumabyrjun á nýju ári.
Myrkvi er dúó sem samanstendur af Magnúsi Thorlacius og Yngva Holm. Þetta er fyrrum sólóverkefni Magnúsar og rökrétt framhald hljómsveitarinnar Vio þar sem meðlimirnir gerðu áður garðinn frægan. Þegar hljóðheimasmiðurinn Yngvi gekk til liðs við Myrkva var eldri hljómsveitin lögð á hilluna.
Þeir verða með tónleika á KEX Hostel þann 4. febrúar ásamt Ragnari Ólafssyni úr Árstíðum og Hayfitz, upprennandi bandarísku sögnvaskáldi á Evróputúr.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.