Ofurtölvan geðþekka hefur stokkað spil sín eftir gott jólafrí og er á því að Manchester City verði enskur meistari.
Arsenal sem situr á toppi deildarinnar endar í öðru sæti ef Ofurtölvan hefur rétt fyrir sér.
Stórveldin Manchester United og Liverpool enda í Meistaradeildarsæti en Newcastle er spáð fimmta sæti en liðið situr í fimmta sæti deildarinnar.
Vonbrigðin verða gríðarleg fyrir Tottenham og Chelsea sem enda í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar. Því er spáð að Everton falli ásamt öðrum liðum.
Spáin fyrir lok tímabilsins eru hér að neðan.