Einkaþjálfarinn Arnar Grant snýr aftur til starfa á nýjum vinnustað. Hann greinir frá þessu á Instagram.
Hann mun koma til með að þjálfa hjá líkamsræktarstöðinni Pumping Iron við Dugguvog í Reykjavík.
„Fyrir þá sem eru að leita að mér geta fundið mig hér,“ segir hann og linkar í heimasíðu Pumping Iron. „Skráning hafin.“
Arnari var sagt upp hjá World Class í júní 2022 eftir að Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar, sem og Vítalíu Lazareva, til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar.
Sjá einnig: Arnari Grant sagt upp hjá World Class