fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Flugdólgur lét öllum illum látum – „Hann er klikkaður“

Pressan
Föstudaginn 6. janúar 2023 14:15

Skjáskot úr myndbandinu sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugdólgur lét öllum illum látum í flugi Air Canada frá Vancouver til Brisbane í morgun. Flugvélin átti að lenda í Brisbane í morgun en þurfti að lenda í Honolulu á Hawaii vegna flugdólgsins.

Myndband náðist af því þegar látunum var að ljúka en þá voru lögreglumenn komnir um borð í vélina til að fjarlægja dólginn. Áströlsk kona ræddi við Gold Coast Bulletin um málið en maki hennar var í fluginu og sendi henni skilaboð um hvað átti sér stað.

Jacqui Beadle, konan sem um ræðir, segir að flugdólgurinn hafi káfað á konum í fluginu og að í kjölfarið hafi hann verið handjárnaður og festur við sætið með benslum. „Maðurinn hljóp um, greip í konur og á að hafa lyft upp pilsum þeirra,“ er haft eftir Beadle.

„Einhverjir stórir menn tóku hann niður og flugþjónarnir handjárnuðu hann og settu bensli utan um fætur hans.“

Í myndbandinu sem náðist má heyra í flugdólginum öskra að verið sé að misþyrma sér. „Ég finn varla fyrir höndunum mínum,“ heyrist hann öskra. „Hann er klikkaður, hann er að öskra – ég vona að þau nái að taka hann út,“ heyrist svo annar farþegi segja í myndbandinu sem sjá má í frétt News.com.au um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“