fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Alræmdur leigusali selur glæsihöll í Garðabæ – Var lýstur gjaldþrota árið 2015

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 6. janúar 2023 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeildi leigusalinn Stefán Kjærnested selur höllina við Haukanes í Garðabæ. Hann óskar eftir tilboði en fasteignamat eignarinnar er 208 milljónir. Vísir greinir frá.

Stefán hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki um árabil. Árið 2017 fjallaði DV um umfangsmikla og ólöglega leigustarfsemi hans og föður hans, Símonar I. Kjærnested, eins stofnanda Atlantsolíu.

Leigjendur lýstu hræðilegum aðbúnaði, miklum óþrifnaði og pöddum sem skriðu um gólf.

Sjá einnig: Reka umfangsmikla leigustarfsemi án leyfa

Árið 2015 var Stefán lýstur gjaldþrota og dæmdur til að greiða Landsbankanum 50 milljónir.

Einbýlishúsið við Haukanes er 400 fermetrar að stærð og stendur á einstakri 1800 fermetra sjávarlóð. Sigvaldi Thordason er arkitekt hússins, Helgi Hjálmarsson var arkitekt af stækkuninni og Rut Káradóttir innanhúshönnuður. Hægt er að lesa nánar um eignina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram