Jean-Manuel Nedra 29 ára knattspyrnumaður var handtekinn í París á dögunum ásamt unnustu sinni. Voru þau með 100 kíló af kókaíni í farangri sínum.
Nedra er 29 ára gamall og leikur í Martiník með Aiglon du Lamentin. Parið var handtekið á sunnudag á flugvellinum í París.
Unnusta hans var sleppt úr haldi en sjálfur situr Nedra á bak við lás og slá.
Nedra er miðjumaður sem spilað hefur landsleiki fyrir Martiník. Ljóst er að þung refsing bíður Nedra enda magnið af eiturlyfjunum gríðarlegt.