Þetta kemur fram í viðtali við Guðrúnu í Dagmálum Morgunblaðsins. Í þættinum er aðallega rætt um helstu verkefni þingsins á vorþinginu. Einnig er komið inn á að til stendur að Guðrún taki við ráðherraembætti.
Segir Guðrún að hún vonist til að það gerist í mars en nefnt hefur verið að það gerist ekki fyrr en eftir þinglok. Segir Guðrún að því hafi verið lofað að hún fengi embættið þegar 18 mánuðir væru liðnir frá kosningum og það sé í mars. Hún sagðist ekki gera ráð fyrir öðru en að það verði dómsmálaráðuneytið sem kemur í hennar hlut.