fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Fjöldamorðið í Idaho – Sá svartklæddan mann með grímu nóttina örlagaríku

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 08:00

Madison Mogen, Kaylee Goncalves, Ethan Chapin og Xana Kernodle voru myrt aðfaranótt 13. nóvember.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bryan Kohberger er nú í haldi lögreglunnar í Moscow í Idaho í Bandaríkjunum grunaður um að hafa myrt fjóra háskólanema aðfaranótt 13. nóvember. Rétt vika er síðan hann var handtekinn í Pennsylvania.

Kohberger er grunaður um að hafa brotist inn í hús, sem sex háskólanemar bjuggu í, og stungið fjóra til bana. Hann lét tvær konur, sem sváfu í húsinu, eiga sig. Fram að þessu hefur komið fram að þær hafi sofið alla nóttina og ekki orðið varar við neitt óeðlilegt.

En nú eru nýjar upplýsingar komnar fram sem sýna að svo var ekki. Sky News segir að önnur konan hafi vaknað við grát um klukkan fjögur og hafi þá opnað dyrnar á herberginu sínu, sem var á annarri hæð, og hafi þá séð svatklæddan mann með grímu ganga fram hjá sér í átt að bakdyrunum.

Konan segist hafa frosið því henni brá svo við þessa sjón. Hún sagði manninn hafa verið íþróttamannslega vaxinn, ekki mjög vöðvastæltan, og með miklar augabrýr.

Bryan Christopher Kohberger. Mynd:Monroe County Correctional Facility

 

 

 

 

 

Hún sagðist hafa heyrt einn íbúa hússins segja eitthvað á borð við: „það er einhver hér“. Síðar heyrði hún karlmannsrödd segja eitthvað í líkingu við: „þetta er í lagi, ég ætla að hjálpa þér“.

Þetta kemur fram í dómskjölum og þar kemur einnig fram að DNA úr Kohberger hafi fundist á hnífsslíðri sem fannst á vettvangi.

Símagögn sýna einnig að Kohberger lagði leið sína á svæðið, þar sem húsið er, mörgum sinnum áður en morðin voru framin. Þessar ferðir hans voru allar seint að kvöldi eða snemma morguns.

Myndbandsupptökur sýna hvíta Elntra bifreið, Kohberger á slíka bifreið, aka þrisvar sinnum fram hjá húsinu þessa nótt áður en ökumaðurinn reyndi að leggja henni. Um 15 mínútum síðar var bifreiðinni ekið hratt á brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið