Hann ræddi nýlega við Wall Street Journal og sagði að herdeild hans hafi verið sagt að hún væri á leið á æfingu nærri úkraínsku landamærunum. En Chavelyuk segist hafa áttað sig á að það var lygi áður en komið var á áfangastað.
Hann sagði að það hefði ekki breytt neinu að segja yfirmönnunum að hann hefði séð í gegnum lygi þeirra. „Við vorum komnir á áfangastað og við gátum ekki farið neitt,“ sagði hann.
Herdeildin var þá komin til Úkraínu þrátt fyrir að hafa aðeins fengið nokkurra klukkustunda skotvopnaþjálfun. Hver hermaður hafði aðeins tvö magasín, með skotum, meðferðis.
Megnið af þjálfun hermannanna hafði falist í að æfa þá í að búa um rúm sín og standa teinréttir í röð.
Chavelyuk var tekinn höndum af úkraínskum hermönnum í Luhansk og er nú í fangelsi með fleiri rússneskum hermönnum.
Blaðamenn Wall Street Journal fengu að ræða við hann í einrúmi.