Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að gott sé ekki nógu gott og mun alltaf heimta meira frá sínum leikmönnum.
Man Utd spilar við Everton í enska bikarnum í kvöld en spilað er á Old Trafford klukkan 20:00.
Rauðu Djöflarnir hafa verið á góðu skriði undanfarið en hefur ekki unnið titil síðan fyrir fimm árum síðan og var það Evrópudeildin.
Ten Hag vill mun meira í framtíðinni frá sínum leikmönnum en áttar sig á því að það mun taka tíma.
,,Ég er ekkert að hugsa um að vinna titla á þessum tímapunkti tímabilsins. Við erum þar sem við viljum vera en við þurfum að taka einn leik í einu,“ sagði Ten Hag.
,,Við erum að spila í mörgum keppnum og megum ekki ofhugsa. Það er mikið sem við getum bætt í okkar leik.“
,,Við ýtum í okkar leikmenn því gott er ekki nógu gott og líka skipulagið, við þurfum að vera tilbúnir fyrir hvert tækifæri.“