Chelsea 0 – 1 Manchester City
0-1 Riyad Mahrez(’63)
Stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Chelsea fékk lið Manchester City í heimsókn.
Chelsea átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en tveir leikmenn fóru af velli á fyrstu 22 mínútunum vegna meiðsla.
Raheem Sterling og Christian Pulisic meiddust í fyrrri hálfleik sem boðaði alls ekki gott fyrir heimamenn.
Staðan var markalaus alveg þar til á 63. mínútu er Riyad Mahrez skoraði mark fyrir gestina frá Manchester.
Það reyndist nóg til að tryggja Englandsmeisturunum sigur og um leið dýrmæt þrjú stig í toppbaráttunni.