fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Sérsveitin handtók Kristján Einar á Húsavík – Segist alsaklaus í samtali við DV

Björn Þorfinnsson, Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 20:31

Kristján Einar Sigurbjörnsson - Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn nú fyrir stundu af sérsveitarmönnum á Húsavík. Að sögn sjónarvotta tók aðgerðin rúmlega 40 mínútur og var hluta Mararbrautar lokað á meðan handtökunni stóð.

Samkvæmt heimildum DV var Kristján Einar, sem er iðulega kallaður Kleini, grunaður um aðkomu að alvarlegri líkamsárás á Akureyri um áramótin.

Kristján Einar staðfesti í stuttu samtali við DV að hann hafi verið handtekinn en honum hafi svo verið sleppt stuttu síðar enda alsaklaus að eigin sögn.

„Aðgerðir lögreglu voru greinilega byggðar á einhverjum misskilningi og mér sleppt eftir stutt spjall enda ekkert sem ég hafði gert rangt,“ sagði hann.

Hann bætti því við að hann komi alveg af fjöllum varðandi að hann hafi verið grunaður um líkamsárás og segir að hann hafi verið grunaður um akstur undir áhrifum.

Kristján Einar hefur verið mikið í sviðsljósinu eftir að hann losnaði úr fangelsi í Malaga á Spáni í lok nóvember eftir tæplega átta mánaða vítisvist að hans sögn. Þar mátti hann dúsa eftir að hafa verið handtekinn í apríl fyrir slagsmál í næturlífi borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II

Annasamur sólarhringur hjá áhöfninni á Verði II
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol

Ari Rúnarsson ákærður fyrir frelsissviptingu og rán – Var áður eftirlýstur af Interpol
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“

Jón Þór í kjölfar byssuógnar í Grindavík – „Við hlúum að okkar fólki“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar

Óttast að kvika flæði í sprungum undir Grindavík og komi upp þar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Í gær

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík

Eldgos hafið – Sprungan komin í gegnum varnargarðinn við Grindavík