Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað hjá liði Al Arabi í dag sem spilaði við Al Ahli Doha í Katar.
Aron Einar er orðinn að hafsent hjá al Arabi og spilaði allan leikinn í miðverði.
Al Arabi vann leikinn 2-1 á útivelli en leikmaður að nafni Al Somah skoraði bæði mörk liðsins í seinni hálfleik.
Heimamenn í Al Ahli Doha komust yfir í fyrri hálfleik en mörk Al Somah komu á 79 og 87. mínútu.
Al Arabi hefur verið besta lið Katar á tímabilinu og er í efsta sæti eftir átta umferðir með 19 stig.