fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Jeremy Renner birtir hjartnæmt myndband af gjörgæslunni – Fékk notalegt nudd frá systur sinni

Fókus
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 15:30

Skjáskot úr færslu stórleikarans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski Hollywoodleikarinn Jeremy Renner birti fyrir stundu hjartnæmt myndband af sér á Twitter þar sem hann sést þiggja notalega nudd frá systur sinni á sjúkrabeði. Leikarinn slasaðist lífshættulega um síðustu helgi  þegar hann lenti undir snjóruðningstæki við hús sitt í Washoe County í Nevada.
„Ekkert sérstakur dagur breytist í frábæran dekurdag með systur minni og móður,“ skrifaði Renner í færslunni og bað fyrir hlýjum kveðjum.

Það leynir sér ekki að Renner er illa farinn eftir slysið en nærveran við fjölskyldu og ástvini er að gera honum gott..

Slysið átti sér þannig stað að Renner var að ryðja snjó frá bíl sínum með snjóruðningstæki af gerðinni PistenBully. Hann stoppaði tækið til að stökka út og ræða við fjölskyldumeðlim en þá vildi ekki betur til en að tækið fór af stað. Renner reyndi að komast aftur í bílstjórasætið til að geta stöðvað tækið en það tókst ekki og lenti hann undir tækinu.

Leikarinn slasaðist illa á fæti sem og víðar um líkamann og missti mikið blóð. Nágranni hans, sem blessunarlega er læknir að mennt, bjargaði í raun líf hans með því að stöðva blæðinguna úr fætinum með blóðrásarklemmu og síðan var Renner fluttur á spítala með þyrlu.

Ljóst er að langt og strangt endurhæfingarferli bíður leikarans en hann virðist vera í góðum hönum ástvina og lækna.

Renner hefur tvisvar sinnum verið tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn en hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem ofurhetjan Hawkeye í Marvelsagnabálkinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“