Bandaríski Hollywoodleikarinn Jeremy Renner birti fyrir stundu hjartnæmt myndband af sér á Twitter þar sem hann sést þiggja notalega nudd frá systur sinni á sjúkrabeði. Leikarinn slasaðist lífshættulega um síðustu helgi þegar hann lenti undir snjóruðningstæki við hús sitt í Washoe County í Nevada.
„Ekkert sérstakur dagur breytist í frábæran dekurdag með systur minni og móður,“ skrifaði Renner í færslunni og bað fyrir hlýjum kveðjum.
Það leynir sér ekki að Renner er illa farinn eftir slysið en nærveran við fjölskyldu og ástvini er að gera honum gott..
Slysið átti sér þannig stað að Renner var að ryðja snjó frá bíl sínum með snjóruðningstæki af gerðinni PistenBully. Hann stoppaði tækið til að stökka út og ræða við fjölskyldumeðlim en þá vildi ekki betur til en að tækið fór af stað. Renner reyndi að komast aftur í bílstjórasætið til að geta stöðvað tækið en það tókst ekki og lenti hann undir tækinu.
Leikarinn slasaðist illa á fæti sem og víðar um líkamann og missti mikið blóð. Nágranni hans, sem blessunarlega er læknir að mennt, bjargaði í raun líf hans með því að stöðva blæðinguna úr fætinum með blóðrásarklemmu og síðan var Renner fluttur á spítala með þyrlu.
Ljóst er að langt og strangt endurhæfingarferli bíður leikarans en hann virðist vera í góðum hönum ástvina og lækna.
Renner hefur tvisvar sinnum verið tilefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn en hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem ofurhetjan Hawkeye í Marvelsagnabálkinum.
A “not no great” ICU DAY, turned to amazing spa day with my sis and mama❤️. Thank you sooooo much pic.twitter.com/pvu1aWeEXY
— Jeremy Renner (@JeremyRenner) January 5, 2023