fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Svona tengjast leikarinn Edward Norton og Pocahontas

Fókus
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Edward Norton ólst upp við þær sögur að fjölskylda hans tengdist hetju frumbyggja Ameríku – Pocahontas. En leikarinn hefur alltaf gengið út frá því að um sögusögn sé að ræða.

En í þættinum Finging Your Roots kom á daginn að sögusagnirnar reyndust á rökum byggðar.

Pocahantas er í alvörunni tólfta langamma þín,“ sagði sagnfræðingurinn Henry Louis Gates Jr. við Norton í þættinum, en í þeim eru rætur frægra gesta kannaðar.

Edward Norton er því kominn af þeim Pocahontas og John Rolfe. Þau giftu sig árið 1614 í Virginíu og áttu einn son, Thomas. Því er ljóst að leikarinn er afkomandi þessa Thomas.

Í þættinum kom einnig fram að forfeður Nortons hafi átt þræla. Norton tók fram að það væri frekar óþægilegt að vita það. „Öllum ætti að finnast slíkt óþægilegt“

Hann bætti svo við: „Þetta er áfellisdómur yfir sögu þessa lands og við það þarf að takast. Þegar þú lest „þræll, 8 ára að aldri“ langar manni bara að deyja.“

Þar vísaði Norton til þess að samkvæmt sagnfræðigögnum átti langalangalangalangaafi hans sjö manneskjur í þrældómi. Þar á meðal 55 ára mann, 37 ára konu og fimm stúlkur á aldrinum 10,9,8,6 og fjögurra ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum