Nokkuð óvænt tíðindi berast nú frá Lundúnum en þar er sagt frá því að Arsenal skoði þann möguleika að kaupa Declan Rice miðjumann West Ham.
Rice vill ólmur fara frá West Ham næsta sumar og skrifa undir við eitthvað af stærstu félögum Englands.
Rice er 23 ára gamall enskur landsliðsmaður en hann hefur mest verið orðaður við Chelsea og Manchester United.
Spænski miðilinn Fichajes fjallar fyrstur um málið og ensk blöð hafa svo tekið það upp. Þar er sagt að Arsenal hugnist að styrkja miðsvæði sitt næsta sumar.
Talað er um að Arsenal gæti hugsað sér að borga 88 milljónir punda fyrir Rice sem hefur átt nokkur góð ár í treyju West Ham.