Chelsea hefur staðfest komu Benoit Badiashile til félagsins.
Miðvörðurinn ungi hefur heillað með Monaco og tekur nú skrefið til Englands.
Chelsea mun greiða Monaco 38 milljónir evra fyrir Badiashile. Hann skrifar undir sjö og hálfs árs samning.
Kappinn er 21 árs gamall og er uppalinn hjá Monaco.
Chelsea hefur verið í vandræðum á þessari leiktíð. Liðið er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir sextán leiki.
Í kvöld á Chelsea krefjandi verk fyrir höndum þegar Manchester City kemur í heimsókn.
Leikurinn hefst klukkan 20.
Welcome to Chelsea, Benoit Badiashile! 👊#BonjourBenoit 🇫🇷 pic.twitter.com/4Hn38DZEnL
— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 5, 2023