fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Duftið í sendingunni til bandaríska sendiráðsins reyndist hættulaust

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 12:23

Frá aðgerðunum við bandaríska sendiráðið Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Duftið sem fannst í sendingu til bandaríska sendiráðsins í gær reyndist vera hættulaust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuborgarsvæðinu. Duftið var sent til greiningar hjá Háskóla Íslands en fyrstu niðurstöður greiningar þar gefa til kynna að efnið sé hættulaust. Þá kemur fram að verði breytingar á þeirri niðurstöðu eftir frekari greiningar verði upplýst um það sérstaklega.

Gríðarlegur viðbúnaður var við sendiráðið um klukkan 14 í gær en lögregla, sérsveit og slökkvilið voru kölluð á vettvang og sjá mátti einstaklinga í hvítum hlífðargöllum athafna sig. Þá var Engjavegi, sem bandaríska sendiráðið stendur við, lokað á meðan aðgerðunum stóð. Ástæðan var áðurnefnd  póstsending sem barst bandaríska sendiráðinu, umslag sem innihélt hvítt duft.

Greint hefur verið frá því að til rannsóknar sé hvort að tengsl séu við sambærilegar sendingar í öðrum löndum, en sendiráð Bandaríkjanna í Póllandi og Spáni hafa fengið slíkar sendingar. Ekki liggur þó fyrir hverskonar efni var í þeim sendingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt