Mykhaylo Mudryk, leikmaður Shakhtar Donetsk, virðist ólmur vilja komast til Arsenal.
Mudryk, sem á 22 ára afmæli í dag, hefur verið sterklega orðaður við Arsenal undanfarið. Félagið leitar að liðsauka í sóknarlínu sína en Úkraínumaðurinn spilar úti á kanti.
Shakhtar hafnaði tilboði Arsenal á dögunum og á enn eftir að svara öðru.
Í gær bárust að vísu fréttir af því að Chelsea hyggðist berjast við Arsenal um Mudryk en Skytturnar eru þó hans fyrsti kostur.
Nú hefur Mudryk sett like við færslu á Instagram sem sýnir kappann í fangelsi Shakhtar.
Þetta verða að teljast sterk skilaboð frá leikmanninum. Hann vill burt.