fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Þórarinn notaði hugvíkkandi efni til að vinna sig út úr alvarlegum veikindum – Hvetur yfirvöld til að opna augun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 10:04

Þórarinn Ævarsson Mynd/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA og einn af stofnendum Spaðans, stígur fram í afar athyglisverðu viðtali við blaðamanninn Jakob Bjarnar á Vísi þar sem hann lýsir því hvernig hann vann sig út úr alvarlegum veikindum. Þórarinn fékk heilablóðfall fyrir um tuttugu árum sínum sem blessunarlega hafði ekki alvarlegar afleiðingar aðrar en þær að hann hefur síðan glímt við höfuðverki sem hafa ágerst hinn síðari ár.

Að lokum hætti verkjalyfjakokteillinn íbúfen og parkódín forte að virka og Þórarinn fékk ávísað verkjalyfinu oxycontin. Þórarinn sogaðist á skömmum tíma inn í svarthol þunglyndis þar sem að erfið veikindi ungs fjölskylduvinar og slæmt gengi Spaðans höfðu áhrif. Hann fór að misnota oxycontin, eins og svo margir út um allan heim, og varð ástandið svo slæmt að hann, sem hafði upplifað blússandi velgengni svo skömmu áður,  íhugaði alvarlega að taka eigið líf.

Hann lýsti hugsunum sínum fyrir vini sínum, amerískum lækni.

„Já, hvernig best væri að stúta mér. Það eru ógeðslegar hugsanir sem leita á mann, þær eru með dagskrárvaldið og ég fastur í hjólfari sem ég komst ekki út úr. Ég gat legið andvaka og hugsað um eitthvað minniháttarmál sem óx í meiriháttar óyfirstíganlegt vandamál í huga mínum, tók algerlega yfir,“ segir Þórarinn í viðtalinu.

Þegar endastöðin blasti við leitaði Þórarinn til vinar síns, sem er amerískur læknir, og sá kom honum af stað í ferðalag með hugvíkkandi efnum sem hefur leitt til þess að athafnamaðurinn öflugi vann bug á þunglyndinu og fíkninni.

Þórarinn segir í viðtalinu að það væri siðferðislega rangt af sér að þegja yfir þessari reynslu sinni enda ótrúlegur fjöldi fólks sem glímir við þunglyndi og fíknisjúkdóma. Fram undan sé ráðstefna um hugvíkkandi efni í lækningaskyni sem fari fram í Hörpu, dagana 12-13. janúar, og að heilbrigðisyfirvöld verði að opna augun fyrir þeim möguleikum sem þessar aðferðir bjóða upp á.

Viðtalið athyglisverða má lesa í heild sinni hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi