Miley og Liam gengu í það heilaga árið 2018 eftir að hafa verið sundur og saman í tæpan áratug. Þau skildu árið 2019.
Í lok desember í fyrra byrjaði Miley að auglýsa nýja tónlist. „Nýtt ár, ný Miley,“ sagði hún.
View this post on Instagram
Miley ætlar að gefa út nýtt lag, „Flowers“, þann 13. janúar næstkomandi. Það hefur vakið talsverða athygli að Liam á afmæli sama dag.
Aðdáendur voru ekki lengi að bregðast við og benda á að lagatextinn virðist fjalla um sambandsslit þeirra.
The way Miley is releasing on Liam’s birthday…she’s coming for blood i fear
— J. (@wildfiregbc) December 31, 2022
🚨Miley will release new music on January 13th🚨
Cryptic posters feature the lyrics:
“I can buy myself flowers”
“I can take myself dancing”
“I can hold my own hand”
“I can love me better than you can” pic.twitter.com/UXElPtBXXe— Miley Cyrus Access (@MileyNewsAccess) December 31, 2022
En textinn er ekki það eina sem virðist vera um Liam. Aðdáendur segja söngkonuna vísa í vandræðalegt viðtal hennar og Liam frá árinu 2019 í stiklunni fyrir „Flowers“.
Árið 2019, þegar þau voru enn gift, gengu þau saman rauða dregilinn fyrir partý Vanity Fair. Access Hollywood tók við þau viðtal og úr því kom þessi vandræðalega klippa, sem má sjá hér að neðan, sem fór eins og eldur í sinu um netheima.
Nú telja netverjar hana vera að vísa í þetta viðtal í stuttu stiklunni fyrir „Flowers“, þar sem hún dansar sama dansinn og má heyra textann: „Ég get elskað mig betur en þú“ spilast á meðan.
WAIT A MINUTE pic.twitter.com/YA76DVsz7T
— out of context hannah montana (@OCHannahMontana) January 4, 2023
Aðdáendur telja það nokkuð öruggt að nýja lagið muni fjalla um samband og skilnað þeirra og stendur Hollywood á öndinni eftir laginu.