Claudio Reyna og eiginkona hans Danielle hafa viðurkennt að látið knattspyrnusamband Bandaríkjanna vita af ofbeldi sem Gregg Berhalter beitti eiginkonu sína fyrir 31 ári. Allt kemur það til vegna þess að sonur þeirra, Giovanni Reyna var í aukahlutverki hjá Bandaríkjunum á HM í Katar.
Danielle Reyna segir frá því að hún hafi byrjað að hafa samband við forráðamenn sambandsins þegar sonur hennar fékk þau skilaboð að hann yrði í aukahlutverki í Katar.
Það var svo 11 desember sem Danielle hafði aftur samband við sambandið, þar gaf hún upplýsingar um ofbeldisbrot Berhalter. Þennan sama dag hafði Berhalter sagt frá því að hann hefði íhugað að reka einn leikmann liðsins heim frá Katar. Var hann þar að ræða um Giovanni Reyna leikmann Dortmund.
Claudio Reyna og Berhalter voru miklir vinir á sínum tíma og léku með landsliði Bandaríkjanna og fóru saman í gegnum lífið sem bestu vinir. „Án þess að fara í smáatriði þá var Rosalind Berhalter herbergisfélagi minn, liðsfélagi og besti vinur. Ég studdi hann í áfallinu sem fylgdi,“ segir Danielle en hún og eiginkona Berhalter voru saman í háskóla.
„Það tók mig langan tíma að fyrirgefa Gregg það sem gerðist, ég vann mikið í því að ná sáttum og bauð hann og börnin hans inn í líf okkar. Ég hefði búist við því að hann gæfi Gio eitthvað til baka. Þess vegna er þetta mál svo er flókið og erfitt.“
Berhalter er án samning við Bandaríkin núna og verður að teljast ólíklegt að hann verði áfram. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær.
„Þetta er erfitt skref að taka en ég og Rosalind viljum segja sanleikann. Þetta er saga sem við eigum en vonandi getur einhver lært af henni,“ segir Berhalter.
„Haustið 1991 hitti ég sálufélaga minn, ég var 18 ára gamall þegar ég hitti Rosalind í háskólanum. Við höfum verið í sambandi í fjóra mánuði þegar slys átti sér stað, við vorum að fá okkur í glas á bar. Eftir rifrildi á barnum fórum við út og átökin urðu líkamleg, þar sparkaði ég í fótinn á henni. Það eru engar afsakanir fyrir hegðun minni, þetta var skammarlegt og ég sé eftir þessu enn í dag,“ segir Berhalter.