fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Guðlaugur Victor var búinn að fá nóg og ræddi við goðsögnina undir fjögur augu – Fékk svar sem hann bjóst ekki við

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 08:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Victor Pálsson lýsir kynnum sínum af Thierry Henry í viðtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Goðsögnin vildi lítið með Guðlaug hafa er þeir voru liðsfélagar hjá New York Red Bulls í Bandaríkjunum.

Guðlaugur Victor var á mála hjá New York Red Bulls árið 2012. Þar var einnig Arsenal-goðsögnin Henry.

„Hann var algjör fáviti en vildi bara vinna, þó svo að hann hafi verið kominn í MLS. Ég virði það í dag,“ segir Guðlaugur Victor um Henry.

„Þá var ég 21 árs, engan veginn með einbeitinguna í lagi, var ekkert að einbeita mér að fótbolta og ég fór bara í taugarnar á honum. Ég var bara krakkaskítur, alltaf að djamma og var bara lélegur.“

Í eitt skiptið bað Guðlaugur Victor Henry um að vera betri við sig.

„Ég settist niður með honum og bað hann bara um að sýna mér smá ást. Ég var að fara að spila með honum um kvöldið og átti að byrja, var ógeðslega stressaður. Hann sagði mér bara að þetta virkaði ekki svona.

Við töpuðum leiknum 4-1 og ég held ég hafi ekki byrjað leik eftir þetta. Það var eitt skipti þar sem ég var að svara honum. Ég hafði enga innistæðu fyrir því að svara honum eða rífa kjaft. Að gæinn hafi ekki þolað mig og engan veginn virt mig er bara sanngjarnt.“

Það voru ekki allir í liðinu sem gátu unnið á stiginu sem Henry krafðist.

„Menn áttu erfitt með að höndla hann. Það átti allt að vera fullkomið alltaf. Ég myndi elska að spila með honum í dag. Eftir að hafa verið í Þýskalandi svona lengi og í Sviss þá breyttist hugarfarið mitt.

Ég var þarna en var ekki þarna. Ég var meira inni á næturklúbbum en vellinum. Það var bara staðan.“

Eftir að Guðlaugur Victor hafði svarað Henry í eitt skiptið tók Frakkinn hann fyrir.

„Það voru svona tvær vikur þar sem hann tók mig fyrir. Ég hafði svarað honum og hann tekið mig á teppið. Inni í klefa og á æfingasvæðinu lagði hann mig bara í einelti. Ég var bara mjög lítill í mér. Hann vildi bara að ég lærði þetta á erfiða mátann.“

Henry tók sig hins vegar til og bauð Guðlaugi Victori heim til sín að horfa á vináttulandsleik Íslands og Frakklands árið 2012.

„Hann bauð mér að koma heim til sín að horfa á leikinn með sér. Þá sat ég með honum uppi í sófa að horfa á leikinn. Ég sagði ekki orð ég var svo stressaður. Þá sýndi hann mér smá ást.

Ég hef hitt hann nokkrum sinnum síðan og þá höfum við átt mjög fín spjöll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Í gær

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool

Yfirgefur Manchester fyrir Liverpool