fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Frakkar senda Úkraínumönnum brynvarin árásarökutæki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 20:00

AMX-10 RC. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi símleiðis við Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í gær. Macron tilkynnti starfsbróður sínum að Frakkar muni senda AMX-10 RC brynvarin árásarökutæki til notkunar gegn rússneska innrásarliðinu.

Þetta eru hraðskreið ökutæki með fallbyssu. Fjögurra manna áhöfn er í hverju ökutæki.

Úkraínumenn hafa ítrekað beðið Vesturlönd um þunga skriðdreka, til dæmis Leopard, en ekki enn fengið.

Sérfræðingar hafa sagt að Úkraínumenn fái sífellt betri og fullkomnari hergögn frá Vesturlöndum og virðist sem leiðin liggi sífellt upp á við í þeim efnum.

Nú hafa Úkraínumenn fengið Patriot-kerfi – Hvað fá þeir næst?

Í morgun bárust fréttir um að Bandaríkjamenn séu að íhuga að láta Úkraínumenn fá Bradley ökutæki en þetta eru léttbrynvarin ökutæki með fallbyssu. Þau geta borið 10 menn. Þetta eru hraðskreið ökutæki á hjólum eins og frönsku AMX-10 RC ökutækin. Bandaríkjaher hefur notað þessa tegund ökutækja um árabil en íhugar nú að taka nýrri útgáfu í notkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy