fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Kaupmannahöfn – Lögreglumaður stunginn og árásarmaðurinn skotinn til bana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 08:00

Danskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan skaut karlmann til bana á öðrum tímanum í gær eftir að hann hafði ráðist á lögreglumann og stungið hann.

Þetta gerðist um klukkan 13 á Moselgade á Amager í Kaupmannahöfn. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að lögreglumenn hafi verið við störf í íbúð í fjölbýlishúsi þegar ráðist var á lögreglumann og hann stunginn. Lögreglumenn brugðust við með því að skjóta árásarmanninn og lést hann á vettvangi.

Lögreglan veitti ekki frekari upplýsingar um málið þar sem óháð rannsóknarnefnd um störf lögreglunnar tók strax við rannsókn þess. Nefndin rannsakar öll mál þar sem lögreglan beitir skotvopnum sem og önnur mál þar sem meiðsli eða andlát eiga sér stað í tengslum við störf lögreglunnar.

Danskir fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að hinn látni hafi átt að mæta fyrir dómara 15 mínútum eftir að hann var skotinn til bana. Hann hafði verið ákærður fyrir minniháttar brot.

Lögreglumaðurinn var fluttur á bráðamóttöku ríkissjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Hann gekkst undir aðgerð þar í gær og er ekki sagður í lífshættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst

Ráðgátan um bleika ofurbílinn leyst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann