Þetta segir Carl Gustaf, Svíakonungur, í nýrri heimildarmynd, Sveriges sista kungar, sem verður sýnd í Sænska ríkissjónvarpinu á sunnudaginn.
Það sem hann á við með þessum ummælum er að skömmu eftir fæðingu Carl Philip var sænsku stjórnarskránni breytt á þá vegu að elsta barn þjóðhöfðingjans varð arftaki hans en ekki elsti sonurinn eins og áður var kveðið á um. Þetta þýddi að Carl Philip missti stöðu sína sem krónprins og eldri systir hans, Victoria, varð krónprinsessa.
„Að setja afturvirk lög er ekki skynsamlegt og það er enn þá skoðun mín,“ segir konungurinn í myndinni.
Myndin er framleidd af Sænska ríkissjónvarpinu sem segir að í henni sé konungurinn spurður um hvort honum finnist óréttlátt að sonur hans hafi færst aftar í erfðaröðinni vegna stjórnarskrárbreytinganna og svarar hann því játandi: „Já, það finnst mér. Sem foreldri finnst mér þetta hræðileg.“
Hann segir það sitt mat að breytingin hafi styrkt konungdæmið sem stofnun en hún hefði bara ekki átt að vera afturvirk.