fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Há tré valda ólgu í Hjallahverfi – Drógu nágrannann fyrir dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 21:45

Trjágróður á svæðinu. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein, eigandi fasteignar í Hjallahverfi, hefur verið dæmd til að klippa trjágróður  á lóð sinni þannig að hann skyggi ekki jafnmikið og verið hefur á útsýni nærliggjandi húsa. Eigendur tveggja parhúsa í næstu götu stefndu konunni fyrir Héraðsdóm Reykjaness sem kvað upp dóm í málinu þann 4. janúar. Hins vegar var vísað frá kröfu um að klippa og fjarlægja trjágróður sem vaxið hafa yfir lóðamörk nágrannanna.

Stefnendur í málinu byggðu kröfur sínar á því að þau „eigi lögvarinn rétt til þess að nýta fasteignir sínar með eðlilegum hætti til útiveru og annarra athafna, en það geti þau ekki að óbreyttu ástandi. Stefnendur vísa til þess að umræddur trjágróður skerði nýtingarmöguleika fasteigna þeirra með svo veigamiklum hætti að það fari gegn almennum reglum nábýlisréttar. Samkvæmt almennum ólögfestum reglum nábýlisréttar beri stefndu að taka tillit til nágranna sinna og ráðast í aðgerðir til þess að koma í veg fyrir tjón eða óþægindi nágranna. Óþægindi af trjágróðri á lóð stefndu séu veruleg og viðvarandi og mun meiri en stefnendur þurfi að þola. Íbúar í þéttbýli megi almennt búast við því að fá notið sólar, birtu, útsýnis og annarra réttinda sem fasteignum þeirra fylgi án verulegrar skerðingar. Staðan sé hins vegar sú að hæð og staðsetning trjágróðurs á lóð stefndu geri það að verkum að nær algjörlega skyggi fyrir dagsbirtu og sól á verönd á lóðum stefnenda, frá hádegi yfir sumarið og svo stuttu síðar af svölum á annarri hæð hússins,“ eins og segir í texta dómsins.

Konunni er gert skylt að klippa trén innan þriggja mánaða frá dómsuppsögn en ella greiða dagsektir að fjárhæð 35.000 krónur til stefnendanna. Einnig þarf hún að greiða þeim tæplega 1,7 milljónir króna í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“