Mjög fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með stórum bílskúr er til sölu við Ásland í Mosfellsbæ.
Eignin er 204,7 fermetrar með sex svefnherbergjum, þar af er bílskúr 57,6 fermetrar.
Stór timburverönd með heitum potti og útisturtu fylgir eigninni ásamt fallegum garði og stóru hellulögðu bílaplani með snjóbræðslu.
Ásett verð er 142,5 milljónir.
Þú getur skoðað fleiri myndir og lesið nánar um eignina á fasteignavef DV.