fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Skora á Hollywood-stjörnu að slaufa samstarfinu við Fjallið – „Virkilega sorglegt að sjá þig styðja þennan durg“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Thor’s Skyr hefur verið í miklum vexti í Bandaríkjunum undanfarið ár, en um er að ræða fyrirtæki sem þeir Hafþór Júlíus Björnsson, kraftlyftingamaður, og Unnar Helgi Daníelsson, veitingamaður, koma að. Með þeim í lið hafa slegist leikarinn Dylan Sprouse og leikarinn Terry Crews.

Terry Crews hefur ekki farið leynt með ást sína á jógúrti og skyri í gegnum tíðina og sagði hann þegar hann slóst í hóp Thor’s Skyr í desember að hann væri spenntur að fá að taka þátt í að kynna skyr fyrir Bandaríkjamönnum.

Ekki eru þó allir sáttir með hlut Terry Crews í þessari kynningu á skyrinu. Terry deildi jólakveðju frá fyrirtækinu, þar sem hann, Hafþór Júlíus, Unnar og Dylan Sprouse óska viðskiptavinum gleðilegra jóla, á Facebook-síður sinni og hafa þar Íslendingar látið til sín taka í athugasemdakerfinu og gagnrýna að Terry sé að tengja nafn sitt við Hafþór sem hafi verið sakaður um ofbeldi gegn konum.

Athugasemdirnar má rekja til færslu sem birtist í Facebook-hópi þeirra sem berjast gegn ofbeldismenningu, en þar var vakin athygli á samstarfi Terry Crews við Thor’s Skyr og fólk hvatt til að láta til sín taka í athugasemdum.

„Virkilega sorglegt að sjá þig, herra Crews, styðja við vöru sem er framleidd af þekktum flagara sem lemur konurnar sem hann er í sambandi við og að þú hafir taggað hann þar að auki,“ skrifar einn.

„Virkilega sorglegt að sjá þig styðja þennan durg,“ skrifar annar og deilir grein sem fjallar um ásakanir á hendur Hafþóri um heimilisofbeldi.

Hér eru svo dæmi um fleiri athugasemdir:

„Terry – þú ert goðsögn og frábær fyrirmynd. Hafþór (Fjallið úr Game of Thrones) hefur verið sakaður um alvarlegt ofbeldi af fyrrverandi mökum og hótar að lögsækja þá sem tala um það. Hann er ekki maður sem þú vilt láta tengja þig við, hann er algjör padda“

„Í alvörunni TC? Ég hélt þú værir á móti heimilisofbeldi“ 

„Ég myndi endurskoða samstarfið við Thor – hann er þekktur fyrir að beita konur ofbeldi“ 

„Sorglegt að sjá þig styðja og vinna með þessum manni. Ég held þú ættir að gera betur.“

„Ég man eftir að þú sagðir söguna um að standa loksins í lappirnar gegn föður þínum eftir að hann barði móður þína fyrir framan börnin þín. Hvernig geturðu stutt við mann sem gerir það sama?“

Ólöf Tara Harðardóttir í Öfgum skrifaði:

„Ekki selja gildi þín svona ódýrt Terry. Ef þú virkilega styðjur þolendur þá styður þú ekki við þennan mann. Lestu viðtalið sem er búið að deila hér ítrekað. Ef þú kýst að hunsa þetta ertu að taka afstöðu með meintum geranda.“ 

Umræddar ásakanir má rekja til ársins 2017. Þá greindi Fréttablaðið frá því að lögregla hafi verið ítrekað kölluð til að heimili Hafþórs vegna heimiliserja og hermdu heimildir að fyrrverandi kærasta bæri áverka eftir hann. Þrjár konur greindu svo frá því að hann hafi beitt þær ofbeldi á meðan þær átti í sambandi við hann og hafði ein þeirra kært hann til lögreglu.

Barnsmóðir hans steig í framhaldinu fram í viðtali og greindi frá samskiptum sínum við hann en hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi.

Hafþór hefur neitað þessum ásökunum og íhugaði um tíma að leita réttar síns. Lögmaður hans sagði árið 2017 að Hafþór væri með öllu laus við ofbeldishneigð og beitti hvorki konur né karla ofbeldi. Það gæti orðið dýrt að veitast að Hafþóri með rógburði þar sem ímynd hans væri mjög verðmæt og mögulega væru konurnar sem sökuðu hann um ofbeldi í hefndarhug.

Sjá einnig: Hafþór Júlíus hótaði Tinnu – „Ég læt ekki þagga niður í mér“

Terry Crews gekk til liðs við Thor’s Skyr í desember, en hann er bæði meðeigandi og talsmaður fyrirtækisins. Terry hefur ítrekað talað opinberlega gegn ofbeldi og tók þátt í metoo-byltingunni þar sem hann greindi frá áreitni sem hann hafði mátt sæta í Hollywood. Hann hefur einnig opnað sig um bernsku sína og greint frá því að hafa alist upp við að horfa á föður sinn beita móður hans heimilisofbeldi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks