fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Sökuð um að hafa myrt eiginmann sinn milli jóla og nýárs

Pressan
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 18:00

Teresa Hanson og Paul Hanson - Mynd: Ben Lack

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teresa Hanson, 54 ára gömul amma og hárgreiðslukona frá þorpinu West Cowick á Englandi, er sökuð um að hafa myrt eiginmann sinn, Paul Hanson, á heimili þeirra milli jóla og nýárs. Hún er sögð hafa stungið eiginmann sinn, sem var einnig 54 ára, en þau höfðu verið gift í 34 ár.

Í grein The Sun um málið kemur fram að amman hafi verið handtekin í kjölfar árásarinnar og að farið hafi verið með eiginmann hennar á sjúkrahús. Ekki náðist að bjarga eiginmanninum en hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir að hann kom á sjúkrahúsið.

Nokkrum dögum fyrir morðið höfðu þau Teresa og Paul eytt jólunum með dóttur sinni Sherri og barnabörnunum sínum. Í mynd sem Sherri birti á samfélagsmiðlinum Facebook má sjá hjónin sitja við matarborðið. „Við áttum frábæran dag með fjölskyldunni,“ skrifaði Sherri með myndunum.

Teresa fór fyrir dóm síðastliðinn þriðjudag og átti sér enga málsvörn er lesin var yfir henni ákæran. Raunar talaði hún ekkert á meðan á þessu stóð nema þegar hún staðfesti nafnið sitt. Hún þarf að fara aftur fyrir dóm í júní á þessu ári en dómarinn John Thackray segir að réttarhöldin eigi eftir að taka 5 daga. Hann benti ömmunni á mikilvægi þess að mæta í réttarhöldin því málið verður tekið til meðferðar hvort sem hún verður á staðnum eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum