Skömmu fyrir jólin greindu erlendir miðlar frá því að raunveruleikastjarnan Sharon Osbourne hafi verið flutt með hraði eftir að hafa veikst við tökur á ónefndum draugaþáttum í Kaliforníu.
Ekki fylgdi sögunni hvað nákvæmlega amaði að Osbourne, sem er hvað þekktust fyrir raunveruleikaþættina The Osbournes þar sem fjallað var um líf Sharon, eiginmanns hennar-rokkarans Ozzy Osbourne-, og barna þeirra.
Nú hefur Sharon opnað sig um veikindin en virðist þó litlu nær heldur en aðdáendur hennar.
„Ég hef haft það mjög gott,“ sagði hún í breska spjallþættinum The Talk og tók fram að hún hafi haft það náðugt um hátíðirnar. Aðspurð út í veikindin og hvort hún gæti útskýrt þau nánar svaraði raunveruleikastjarnan:
„Ég vildi að ég gæti það. Þetta var mjög furðulegt. Ég var í tökum og skyndilega sögðu þeir mér að ég hafði misst meðvitund í 20 mínútur“
Hún hafi í kjölfarið flakkað milli sjúkrahúsa þar sem framkvæmd voru hin ýmsu próf en enginn læknir gat sagt henni hvað hefði komið fyrir.
Því væri enn óljóst hvers vegna hún missti meðvitund. Hún tók þó fram að það væri í góðu lagi með hana í dag, þrátt fyrir dularfullu veikindin sem engin geti skýrt.