fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Dularfull duftsending var ástæða aðgerðarinnar við bandaríska sendiráðið – Starfsfólk sent á sjúkrahús til skoðunar til öryggis

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 15:39

Mikill viðbúnaður var við bandaríska sendiráðið í dag Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill viðbúnaður var við bandaríska sendiráðið í dag vegna dularfullrar sendingar sem barst sendiráðinu. Ákveðið var að kalla til lögreglu og var sérsveit ríkislögreglustjóra og  slökkvilið kallað til vegna sendingarinnar. Þá var Engjavegi lokað meðan aðgerðin stóð yfir og starfsfólk sendiráðsins beðið um að halda sig til hlés en talið var óþarfi að rýma sendiráðið.

Lögregla sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem fram kom að starfsfólk sem handlék sendinguna hafi verið flutt á sjúkrahús til skoðunar í öryggisskyni. Ekki kemur þó fram hvers eðlis hin dularfulla sending var en innihaldið verður sent til rannsóknar. Fréttastofa RÚV hefur samkvæmt heimildum að einhverskonar duft hafi verið í sendingunni.

Farið var eftir sérstöku verklagi og sendingin fjarlægð en sjá mátti slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum að störfum við sendiráðið. Störfum lauk síðan við sendiráðið eftir tæpa tveggja tíma aðgerð.

 

Frá aðgerðunum við bandaríska sendiráðið Mynd/Valli
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð