David Gold, einn af eigendum enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham United, er látinn 86 ára að aldri. Hann lést í morgun eftir stutta baráttu við veikindi.
West Ham greinir frá þessu í yfirlýsingu.
„Fyrir hönd allra hjá félaginu er það með mikilli sorg sem ég greini frá andláti kollega okkar og vini, David Gold,“ segir David Sullivan, meðeigandi Gold hjá West Ham.
David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, lagði einnig orð í belg.
„Ég er ótrúlega sorgmæddur eftir að hafa frétt þetta og fyrir hönd allra leikmanna sem og þjálfarateymisins vil ég koma á framfæri samúðarkveðjum til fjölskyldu David Gold á þessum erfiðu tímum.“
It is with deep sadness that West Ham United FC confirm that Joint-Chairman David Gold passed away peacefully this morning following a short illness.
— West Ham United (@WestHam) January 4, 2023