Kun Aguero fyrrum framherji frá Argentínu var allt í öllu fagnaðarlátum Argentínu eftir að liðið varð Heimsmeistari.
Aguero þurfti að hætta í knattspyrnu vegna hjartagalla en hann hafði verið lykilmaður um langt skeið hjá Argentínu.
Á seinni stigum Heimsmeistaramótsins bauð argentínska liðið Aguero að vera hluti af hópnum. Hann var í starfsliðinu og var stuðningur við leikmenn.
Hann var einnig herbergisfélagi Lionel Messi en í mörg ár í landsliðinu voru þeir saman í herbergi. Þegar liðið var að fagna sigrinum kom hins vegar að því að Messi skammaði Aguero.
„Ég drakk mikið áfengi og borðaði lítið, við vorum Heimsmeistarar. Ef eitthvað á að gerast þá mátti það gerast þarna,“ sagði Aguero.
„Leo varð mjög reiður og sagði mér að hætta, ég sagði honum að það væri ekki hætt að hætta. Við vorum Heimsmeistarar og ég var svo glaður.“