fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Pressan

Tímamótadómur – Það má vera leiðinlegur og ófélagslyndur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. janúar 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í lagi að vera ófélagslyndur og jafnvel leiðinlegur í vinnunni. Þetta er niðurstaða í máli sem starfsmaður ráðgjafafyrirtækis í París höfðaði gegn vinnuveitanda sínum.

Maðurinn var rekinn úr starfi því hann þótti ekki nógu skemmtilegur. Maðurinn var ráðinn til starfa hjá fyrirtækinu Cubik Partners 2011 sem aðalráðgjafi. Tveimur árum síðar var hann gerður að forstjóra.

En 2015 var honum sagt upp störfum þegar hann neitaði að taka þátt í viðburðum á vegum fyrirtækisins. Þótti honum þessir viðburðir vera bæði niðurlægjandi og uppáþrengjandi. Meðal þessara viðburða voru ráðstefnur og samkomur um helgar. Hann sagði að á þessum ráðstefnum og samkomum væri óhóflega áfengisneysla og lauslæti áberandi. Le Figaro skýrir frá þessu.

Skilgreining fyrirtækisins á hvað fælist í að vera „skemmtilegur og fagmannlegur“ var að starfsfólk tæki þátt í kynlífsleikjum, gæfi vinnufélögum gróf viðurnefni og skreytti veggi með undarlegum myndum. Í helgarferð var maðurinn neyddur til að deila rúmi með starfsfélaga sínum.

Í niðurstöðu dómstólsins er vísað til tjáningarfrelsis mannsins og því slegið föstu að það séu „grundvallarréttindi“ að mega neita að taka þátt í félagslífi. Af þeim sökum var uppsögnin dæmd ólögleg.

Maðurinn krafðist sem nemur um 70 milljóna íslenskra króna í bætur en dómurinn dæmdi honum sem svarar til um 440.000 íslenskra króna í bætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Í gær

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri

Eru flugur í eldhúsinu? Þessar kryddjurtir halda þeim fjarri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei