fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Ef geimverur setja sig í samband við okkur, hver ákveður viðbrögð okkar?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. janúar 2023 17:30

Eru þær að hlusta?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft ætli við höfum séð kvikmyndir þar sem geimverur koma við sögu? Geimverur sem setja sig í samband við okkur, annað hvort á friðsaman hátt eða þá koma þær með ófriði til að útrýma öllu lífi hér á jörðinni. En hvað ef það gerist í raun og veru að vitsmunaverur frá annarri plánetu setja sig í samband við okkur, hver ákveður viðbrögð okkar jarðarbúa?

Þessari spurningu var nýlega velt upp í grein á vef The Guardian. Þar er bent á að ef þetta gerist muni það hafa mikil áhrif á mannkynið og undir þetta séu þjóðir heimsins undirbúnar, eða hvað?

„Líttu á ringulreiðina þegar COVID brast á. Við myndum vera eins og hauslausar hænur,“ sagði Dr John Elliot, tölvunarmálfræðingur við University of St Andrews, og benti á að við höfum ekki efni á að vera illa undirbúin vísindalega eða félagslega ef þetta gerist. Þetta sé eitthvað sem geti gerst hvenær sem er og að hans mati höfum við ekki efni á að gera nein mistök þessu tengd.

Elliot stefnir að því á næstu tveimur mánuðum að hóa saman hópi alþjóðlegra vísindamanna og annarra samstarfsaðila í St Andrews. Þar verður útibú frá Seti (Search for Extraterrestiral Intelligence) sett á laggirnar. Hópurinn mun vinna að undirbúningi þess að við komumst í samband við vitsmunaverur frá öðrum plánetum. Til dæmis með að greina dularfull merki utan úr geimnum eða hugsanlega hluti. Hópurinn mun einnig skoða allar hliðar á hvernig við eigum að svara ef okkur berast skilaboð frá vitsmunaverum.

„Fram að þessu hefur áherslan verið á leitin að merkjum en um leið hefur verið þörf fyrir að vita hvað við ætlum að gera við þau. Hvað gerum við næst? Við þurfum áætlanir og sviðsmyndir til að skilja hvað við þurfum að gera og hvernig við gerum það,“ sagði hann.

Framfarir á síðustu 30 árum hafa kynt undir bjartsýni um að leitin að vitsmunalífi utan jarðarinnar muni bera árangur. Fyrir 30 árum staðfestu stjörnufræðingar í fyrsta sinn tilvist fjarplánetu og síðan þá hafa þeir fundið rúmlega 5.000 fjarplánetur utan sólkerfisins okkar.  Vísindamenn telja að flestar þeirra 300 milljarða stjarna, sem eru í Vetrarbrautinni, séu með plánetur á braut um sig.

Fyrir utan árangurinn við að finna fjarplánetur þá hafa miklar framfarir orðið í smíði stjörnusjónauka og mun það opna nýja möguleika fyrir stjörnufræðinga.

Hjá Seti hafa vísindamenn sett sér ákveðnar verklagsreglur um hvernig á að bregðast við ef skilaboð berast frá vitsmunaverum. Í yfirlýsingu frá the International Academy of Astronautics frá 2010 er hvatt til þess að ef dularfull skilaboð, sem eru talin vera frá vitsmunaverum, berast hingað til jarðarinnar  verði fyrst sannreynt að ekki sé um eitthvað annað að ræða, til dæmis merki frá örbylgjuofninum í næsta rými. Ef vísindamenn séu sammála um að merkin séu í raun frá vitsmunaverum sé rétt að láta almenning vita af því og tilkynna aðalritara Sameinuðu þjóðanna um þau.

En lítið er um leiðbeiningar um hvað á að gera næst. Til dæmis um hvernig á að rannsaka skilaboðin? Á að gera þau opinber áður en þau hafa verið ráðin að fullu? Myndu ríkisstjórnir heimsins heimila það? Á mannkynið að svara skilaboðunum? Ef það verður gert, hver á þá að ákveða hvaða skilaboð verða send?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana