Margir hafa eflaust heyrt að timburmenn verði verri viðureignar eftir því sem við eldumst. En er það rétt?
Já, það er það að sögn Daily Mail sem vísar í rannsókn sem var gerð um þetta. 2.000 manns, 18 ára og eldri, tóku þátt í henni. Niðurstöðurnar voru að timburmenn leggjast þyngra á fólk eftir því sem aldurinn færist yfir það.
En einn ákveðinn aldur sker sig úr hvað varðar slæma timburmenn því rannsóknin leiddi í ljós að verstu timburmennirnir herja á fólk þegar það er 29 ára.
Að meðaltali vara timburmenn í 9 klukkustundir og 45 mínútur og eru verstir klukkan 9.45. En þegar fólk er 29 ára vara timburmennirnir í 10 klukkustundir og 24 mínútur. Ástæðan fyrir verri timburmönnum þessa aldurshóp er að hann heldur í þann draum að hægt sé að drekka jafn mikið og á námsárunum. Það er auðvitað hægt en það kemur bara niður á heilsunni.