fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Á þessum aldri eru timburmenn verstir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. janúar 2023 21:00

Timburmenn eru hvimleiðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir þekkja þetta: Höfuðverkur, ör hjartsláttur, ógleði og almenn vanlíðan. Allt er þetta afleiðing af of mikilli áfengisdrykkju, öðru nafni timburmenn.

Margir hafa eflaust heyrt að timburmenn verði verri viðureignar eftir því sem við eldumst. En er það rétt?

Já, það er það að sögn Daily Mail sem vísar í rannsókn sem var gerð um þetta. 2.000 manns, 18 ára og eldri, tóku þátt í henni. Niðurstöðurnar voru að timburmenn leggjast þyngra á fólk eftir því sem aldurinn færist yfir það.

En einn ákveðinn aldur sker sig úr hvað varðar slæma timburmenn því rannsóknin leiddi í ljós að verstu timburmennirnir herja á fólk þegar það er 29 ára.

Að meðaltali vara timburmenn í 9 klukkustundir og 45 mínútur og eru verstir klukkan 9.45. En þegar fólk er 29 ára vara timburmennirnir í 10 klukkustundir og 24 mínútur. Ástæðan fyrir verri timburmönnum þessa aldurshóp er að hann heldur í þann draum að hægt sé að drekka jafn mikið og á námsárunum. Það er auðvitað hægt en það kemur bara niður á heilsunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu