fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Ætlar þú að léttast á árinu? Þá þarftu að hafa þessi atriði í huga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. janúar 2023 15:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust hafa margir strengt þess heit um áramótin að árið 2023 verði árið sem þeir taka sig á og léttast. Þetta er auðvitað gott áramótaheiti og frábært að taka upp betri lífshætti. En það þarf viljastyrk og aga til að ná þessu markmiði. Það er því ekki úr vegi að gera áætlun og temja sér holla lífshætti til að ná markmiðinu.

Það þarf að muna að það er ekki skammtímaverkefni að léttast, þetta er langt ferli þar sem þarf að taka ákvarðanir sem tryggja hollari lífshætti.

Í umfjöllun Dagens er bent á þrjú mikilvæg atriði sem þarf að hafa sérstaklega í huga þegar það á að léttast.

Mataræði: Það er mikilvægt að borða hollan mat sem inniheldur nauðsynleg bætiefni. Grænmeti, ávextir, gróft korn, magurt prótín og holl fita þarf að vera á matseðlinum. Einnig er mikilvægt að takmarka neyslu óhollra matvæla á borð við skyndibitafæði, gosdrykki og nasl. Slík matvæli eru full af viðbættum sykri og fitu.

Hreyfing: Regluleg hreyfing hjálpar þér að bæta efnaskiptin og brenna hitaeiningum til að þú léttist. Það er góð hugmynd að finna þá hreyfingu sem þér finnst skemmtileg, til dæmis gönguferðir, sund eða hjólreiðar, og láta hana passa inn í hina daglegu rútínu.

Dægurrytmi: Það er mikilvægt að fá nægan svefn og hafa hollan dægurrytma. Þegar þú ert með reglulega rútínu eru meiri líkur á að þú veljir holla kosti þegar kemur að hreyfingu og mataræði. Of lítill svefn getur einnig valdið aukinni matarlyst og tilhneigingu til að taka ákvarðanir sem ýta undir neyslu óholls matar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?