fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Spænska lögreglan fann mörg hundruð fornmuni á tveimur heimilum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. janúar 2023 18:00

Hluti munanna. Mynd:Spænska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska lögreglan fann nýlega mörg hundruð fornmuni og leifar af beinum, allt að 5.000 ára gamlar, heima hjá tveimur mönnum. Lögreglan gerði húsleit hjá mönnunum eftir að ábending barst um að þeir væru með mikið magn fornmuna heima hjá sér. Þeir búa báðir í Alicante.

The Guardian segir að lögreglunni hafi borist ábending í nóvember um að mikið magn fornmuna væri á heimili einu í þorpinu Gata de Gorgos. Fram kom að meðal þessara muna væru einnig fornar beinaleifar. Við leit í húsinu fundust beinaleifar sem eru taldar vera á milli 4.000 og 5.000 ára gamlar. Húsráðandinn gat ekki framvísað neinum skjölum varðandi þessa muni.

Margir merkir munir fundust hjá mönnunum. Mynd:Spænska lögreglan

 

 

 

 

 

 

Hann ákvað að starfa með lögreglunni og benti  henni á heimili annars safnara í Dénia. Þar fann lögreglan 350 fornmuni, þeir elstu eru frá bronsöld, auk 200 beinaleifa.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að þetta sé einn mesti fjöldi ólöglegra muna sem hafa fundist hjá einum safnara í Alicante.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“