fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Dóttir Kim Kardashian birti umdeilt myndband af hundunum þeirra – PETA blanda sér í málið

Fókus
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 09:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sætir harðri gagnrýni eftir að dóttir hennar birti myndband af hundunum þeirra á TikTok.

Myndbandinu var deilt á sameiginlegum TikTok aðgangi hennar og dóttur hennar, North West. Þetta er í raun aðgangur North en móðir hennar sér um hann þar sem stúlkan er ekki komin með aldur til þess að halda úti eigin reikning, hún er níu ára gömul.

Í umdeilda myndbandinu virðast fjölskylduhundarnir búa afgirtir í bílskúrnum. Þeir eru tveir, Sushi og Sake, og eru af tegundinni Pomeranian.

Myndbandinu var fljótlega eytt út af TikTok og töldu margir netverjar sig vita hvers vegna; því Kim vildi ekki að fólk myndi sjá hvernig hundarnir hennar lifa.

En það er nær ómögulegt að eyða einhverju alveg út af internetinu. Nokkrir netverjar vistuðu myndbandið og endurbirtu það á öðrum TikTok-síðum og fór það í kjölfarið eins og eldur í sinu um netheima.

@needthedeets I wonder why they deleted it… #northwest #kimkardashian #kim #lol #thekardashians #kanyewest #fyp #fypシ #fypage #foryou #foryoupage #foryourpage #trending #viral #tiktok_india #tiktokindia ♬ original sound – NeedTheDeets

Kim hefur sætt harðri gagnrýni, meðal annars fyrir aðstöðu hundanna, hvað er lítið af leikföngum fyrir þá og fleira.

„Þetta er sorglegt,“ segir einn netverji.

„Ég veit ekki af hverju, en ég hef það á tilfinningunni að þeir fara sjaldan úr bílskúrnum,“ segir annar.

„Hver er ástæðan fyrir því að eiga gæludýr ef það má ekki vera á heimilinu,“ spurði einn.

Aðdáendur stjörnunnar komu henni til varnar og sögðu að bílskúr Kim Kardashian væri örugglega betri en heimili þeirra flestra.

„Við vitum að bílskúrinn er fullhitaður, ég sé ekkert að þessu,“ segir einn.

„Þessir hundar hafa það betra en 99,9 prósent hunda,“ segir annar.

PETA blandar sér í málið

Nú hafa dýraverndunarsamtökin PETA blandað sér í málið. Varaforseti samtakanna, Lisa Lange, sagði við Page Six. „Vitandi að Kim Kardashian er á móti loðfeldum (e. anti-fur) og mestmegnis vegan, þá vonum við innilega að hún láti ekki hundana sína búa í bílskúrnum. Það sem PETA veit er að hundar eru miklar félagsverur sem þurfa meira en mjúka púða og skrautsokka. Þeir verðskulda ást og öryggi og að vera búa á heimili þar sem þeir eru hluti af fjölskyldunni.“

Eins og er hefur Kim ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram