Hinn 41 árs gamli Zlatan Ibrahimovic er áfram frá vegna meiðsla í hné en hann hefur ekkert spilað síðustu mánuðina.
Zlatan er nú staddur á Miami í fríi en þar ákvað hann að fara í hárgreiðslu sem vakið hefur mikla athygli.
Zlatan er með fléttur eins og margir ungir einstaklingar fá sér þegar þeir skella sér í sumarfrí.
Líklega hefur Zlatan ekki látið skella fléttunum í sig á næsta götuhorni eins og margir Íslendingar hafa gert í gegnum árin.
Það er þó ekki bara hárið á Zlatan sem vekur athygli því þessi framherji AC Milan er 41 árs gamall. Þrátt fyrir það er hann í svakalegu standi eins og sjá má hér að neðan.